Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa fært skuldabréf útgefin af fyrirtækjum og fjármálastofnunum niður um 86 milljarða króna frá því í bankahruninu. Stærsti lífeyrissjóður landsins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), hefur fært slík bréf niður um tæplega 54%, Lífeyrissjóður Verslunarmanna (LV) um 50,4% og Gildi lífeyrissjóður hefur fært um 66% þeirra á afskriftarreikning. Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag.
Þetta kemur fram í uppgjörsgögnum frá sjóðunum þremur og upplýsingum frá stjórnendum þeirra. Sjóðirnir þrír halda samanlagt á um helmingi eigna íslenska lífeyrissjóðakerfisins, samkvæmt Viðskiptablaðinu.