Skýrslustaka fer nú fram yfir öðrum Kaupþingsmanni í húsakynnum sérstaks saksóknara. Ekki fást upplýsingar um hver maðurinn er en líklegt þykir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum síðar í kvöld.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var handtekinn eftir skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í dag. Í kjölfarið var farið fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum. Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist í dag ekki vilja tjá sig um hvort frekari handtökur væru fyrirhugaðar, menn yrðu aðeins að bíða og sjá.