Fella kaupmálann úr gildi

Sigrún Björk Jakobsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. mbl.is

Sigrún Björk Jakobsdóttir og maður hennar hafa ákveðið að fella kaupamála sinn sem þau gerðu í haust niður. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri var kallað saman til fundar klukkan 17:30 í kvöld þar sem Sigrún Björk Jakobsdóttir oddviti flokksins fór yfir þau mál sem hafa verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum undanfarna daga.

Í yfirlýsingu frá Sigrúnu Björk segir að þau hjónin hafi gert með sér kaupmála í samræmi við ákvæði hjúskaparlaga. „Kaupmálinn var ekki gerður í þeim tilgangi að skjóta neinum eignum undan. Til að taka af öllu tvímæli í þeim efnum höfum við ákveðið að fella hann niður."

Eiginmaður Sigrúnar, Jón Björnsson, er fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri lýsti í kjölfar yfirlýsingar Sigrúnar yfir fullum stuðningi við oddvita sinn og í samhljóða yfirlýsingu frá fundinum eru kjósendur hvattir til að fylkja liði um „öflugan framboðslista sem borinn er fram við komandi bæjarstjórnarkosningar".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert