Fluttur í fangaklefa

Miklar annir eru hjá sérstökum saksóknara og sér starfsfólk fram …
Miklar annir eru hjá sérstökum saksóknara og sér starfsfólk fram á að vinna frameftir nóttu. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sérstakur saksóknari handtók Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, undir kvöld. Hann var fluttur í fangaklefa lögreglu höfuðborgarsvæðisins við Hverfisgötu eftir skýrslutöku og verður að öllum líkindum farið fram á gæsluvarðhald yfir honum síðar í kvöld.

Fyrr í dag fór sérstakur saksóknari fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings.  Til rannsóknar eru m.a. grunur um skjalabrot skv. 17. kafla almennra hegningarlaga, auðgunarbrot skv. 26. kafla almennra hegningarlaga,  brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti þ.m.t. markaðsmisnotkun og loks brot gegn hlutafélagalögum. Til grundvallar rannsókninni eru kærur frá Fjármálaeftirlitinu og önnur gögn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert