Framkvæmdir á Bakka gætu skapað 650-900 störf

Húsvíkingar og nærsveitamenn hafa sýnt áformum um álver á Bakka …
Húsvíkingar og nærsveitamenn hafa sýnt áformum um álver á Bakka mikinn áhuga. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Samkvæmt sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum vegna álvers á Bakka við Húsavík kemur fram að talið sé að 650-900 störf gætu skapast í tengslum við framkvæmdirnar, beint og óbeint.

Umhverfismatið tekur til áhrifa þess að reisa allt að 346 þúsund tonna álver.

Í Peningamálum Seðlabankans kemur fram að frá miðju ári 2008 hafa um 28.000 störf tapast. Þar segir einnig að samdrátturinn hér á landi verði meiri en víðast hvar annars staðar.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, og í viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert