Gert er ráð fyrir að hæðin á gosmekkinum frá Eyjafjallajökli nái um sjö km hæð í dag, en mökkinn leggur til suðausturs. Hann náði um 10 km hæð í gær. Að sögn Veðurstofu Íslands má við því að gosið haldi áfram af fullum krafti næstu daga.
Ekki er ólíklegt að gosið muni hafa áhrif á flugsamgöngur á Bretlandseyjum í dag. Í nótt afléttu hins vegar írsk og bresk flugmálayfirvöld flugbanni, sem var í gildi á nokkrum flugvöllum í gær.
Hvað varðar óróa og skjálftavirkni á svæðinu þá er mjög rólegt við eldstöðina þessa stundina, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Aukin skjálftavirkni undanfarna daga bendir þó til þess að nýtt efni sé að koma djúpt að upp undir fjallið og GPS-mælingar benda til útþenslu á ný. Hún er ekki mikil enn sem komið er.
Veðurstofan segir telur að ný kvika sé að þrýstast upp
neðst í kvikurásinni og ýti við ofanáliggjandi kviku þannig að
þrýstingsbreytingin færist upp að yfirborði.