Íbúar í miðborginni eru að missa þolinmæðina vegna ófremdarástands sem myndast þar um helgar. „Þetta vandræðaástand hefur bara verið framlengt, ofbeldisglæpir verða harðari þegar líður á nóttina, fyrir utan auðvitað ónæðið fyrir íbúa og lækkun á fasteignaverði.
Þetta er að gera suma íbúa snældubrjálaða,“ segir Magnús Skúlason, formaður íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Það sé alveg ljóst að afgreiðslutími veitingastaða hafi verið til bölvunar.
Samtökin gagnrýna aðgerðarleysi vegna ástands miðborgarinnar að næturlagi um helgar í opnu bréfi til borgarstjóra. Í bréfinu segir að samþjöppun veitingastaða hafi haft í för með sér „subbuskap, aukna glæpi og drykkjulæti að ógleymdum hávaða frá „tónlist“ veitingahúsanna þar sem megináhersla er lögð á mikla bassatóna.“
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.