Ökuleyfisaldur hækki í 18 ár

Kristján L. Möller
Kristján L. Möller mbl.is

Öku­leyfis­ald­ur hækk­ar úr 17 í 18 ár og gild­is­tími al­mennra öku­skír­teina verður 15 ár miðað við þau öku­skír­teini sem gef­in eru út frá og með 1. janú­ar 2013. Þetta er meðal þeirra breyt­inga sem gert er ráð fyr­ir í stjórn­ar­frum­varpi til um­ferðarlaga sem Kristján L. Möller, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, mælti fyr­ir á Alþingi í dag.

Af öðrum breyt­ing­um frum­varps­ins má nefna að gild­is­svið um­ferðarlaga er gert skýr­ara og byggt á þeirri grund­vall­ar­stefnu­mörk­un að megin­á­kvæði lag­anna eigi í aðal­atriðum við um um­ferð á veg­um sem ætlaðir eru vél­knún­um öku­tækj­um sem eru skrán­ing­ar­skyld.

Ákvæði gild­andi laga um neyðarakst­ur eru gerð mun ít­ar­legri og fell­ur nú slík­ur akst­ur und­ir hug­takið for­gangsakst­ur. Sett eru fram viðmið um hversu langt bil skuli vera milli öku­tækja á vegi miðað við akst­ur á 60 km hraða á klst. Kveðið er á um ný­mæli um akst­ur í hring­torg­um.

Ákvæði um að þegar öku­tæki mæt­ast skuli sá ökumaður víkja sem bet­ur fær því við komið er breytt þannig að sá sem kem­ur fyrr að hindr­un skuli víkja fyr­ir þeim sem seinna kem­ur að. Sam­spil og upp­bygg­ing ákvæða lag­anna um framúrakst­ur er ein­földuð frá gild­andi lög­um. Þannig er lagt til bann við því að aka fram úr öðru öku­tæki rétt áður en komið er að gatna­mót­um og enn frem­ur er lagt bann við að aka fram úr þar sem er óbrot­in miðlína.þ

Í frum­varp­inu er kveðið á um að há­mark­s­öku­hraði í þétt­býli skuli vera 50 km á klst. nema annað sé gefið til kynna með um­ferðarmerkj­um. Regl­ur um há­marks­hraða utan þétt­býl­is eru rýmkaðar og öku­hraði á ak­braut með bundnu slit­lagi og fleiri en einni ak­rein er sam­ræmd­ur í 90 km á klst. Há­marks­hraði skal ákveðinn með hliðsjón af um­hverf­is­sjón­ar­miðum, skil­virkni sam­gangna og um­ferðarör­yggi veg­far­enda.

Heim­ilt verður að láta eig­anda eða umráðamann öku­tæk­is sæta refsi­á­byrgð á hlut­læg­um grund­velli, þ.e. án þess að sýnt sé fram á sök hlutaðeig­andi. Á það við þegar hraðakst­urs­brot er numið í lög­gæslu­mynda­vél.

Ítrekaður ölv­unar­akst­ur, þegar vín­anda­magn í blóði hef­ur í bæði skipt­in verið yfir 2‰ eða vín­anda­magn í lítra lofts 1,00 milli­gramm eða meira, skal varða fang­elsi eigi skem­ur en í 30 daga. Jafn­framt er kveðið á um að há­marks­sekt vegna um­ferðarlaga­brota er hækkuð úr 300.000 krón­um í nú­gild­andi lög­um í allt að 500.000 kr.

Gjald fyr­ir einka­merki verða hækkað úr 25.000 kr. sam­kvæmt gild­andi lög­um í 50.000 kr.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert