Rýmingarútsala hefst í dag í verslun Skífunnar við Laugaveg en stefnt er að því að loka versluninni fyrir ágúst, að sögn Magnúsar Jónssonar, fjármálastjóra Skífunnar.
Magnús segir ástæðuna fyrir lokun verslunarinnar rekstrarörðugleika, húsnæðið sé of stórt og salan of lítil til að reksturinn standi undir leigunni á því og öðrum kostnaði. Rýmingarútsalan mun standa yfir svo lengi sem birgðir endast, að sögn Magnúsar. Reksturinn gangi betur í verslanamiðstöðvum en á Laugaveginum og því verði að loka versluninni.