Matís leitar eftir samstarfi við aðila sem framleiða skyr á hefðbundinn hátt. Á heimasíðu Matís segir að skyr sé hefðbundin íslensk afurð sem virðist hafa verið gerð hér frá landnámi.
Mjólkurafurð undir þessu sama heiti hafi verið þekkt alls staðar á Norðurlöndum, en skyrgerð virðist þó eingöngu hafa varðveist á Íslandi.
Ýmsar útgáfur séu nú fáanlegar af verksmiðjuframleiddu skyri, en þær eigi það þó allar sammerkt að vera töluvert frábrugðnar því heimagerða.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.