Skýrslutöku yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, lauk laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Magnúsi var í kjölfarið fylgt inn í ómerktan lögreglubíl og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann verður vistaður í nótt.
Magnús Guðmundsson stýrir í dag Banque Havilland í Lúxemborg sem reistur var á rústum Kaupþings. Banque Havilland var keyptur af bresku Rowland-fjölskyldunni á síðasta ári. Magnús Guðmundsson fékk hins vegar að stýra bankanum áfram.