Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekki gefa upp hvort fleiri handtökur séu fyrirhugaðar í kjölfar handtöku Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings.
Ólafur gaf sér tíma til að ræða við fjölmiðla eftir að tilkynning um handtökuna var gefin út, en sagði fátt. Hann staðfesti það sem áður hefur komið fram, að Hreiðar Már hafi verið handtekinn eftir skýrslutöku í morgun og að óskað hafi verið eftir gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Hann gat hins vegar ekki staðfest sögusagnir þess efnis, að fleiri handtökur séu fyrirhugaðar í dag eða næstu daga í tengslum við rannsókn á Kaupþingi.