11 á slysadeild vegna reyks

Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Jim Smart

Eldur kviknaði í húsi við Seljaveg í Reykjavík í nótt. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gleymdist pottur á eldavél á jarðhæð hússins með þeim afleiðingum að mikill reykur myndaðist, en einnig er búið í kjallara og í risi hússins. 11 voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun, þar af tvö börn.

Enginn er sagður hafa orðið alvarlega veikur. Þá segir slökkviliðið að enginn hafi brennst. Fólkið staldraði við stutt við á slysadeildinni.

Að sögn SHS kviknaði eldur í potti sem teygði sig yfir í viftu. Viðkomandi hafði brugðið sér frá með þessum afleiðingum.

Eldurinn var ekki mikill er reykurinn varð hins vegar töluverður. Því gátu íbúarnir ekki gist heima hjá sér í nótt og sá Rauði kross Íslands fólkinu fyrir gistingu.

Tilkynning barst klukkan eitt í nótt. Húsið var reykræst og var slökkviliðið um klukkutíma á vettvangi.

Skemmdir af völdum elds urðu aðallega í kringum eldavélina. Reykskemmdir eru töluverðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert