Forsætisráðherra hafnar því að hafa nokkuð haft með ráðningu og kjör seðlabankastjóra að gera. Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor og bankaráðsmaður í Seðlabaka Íslands sagði í Morgunblaðinu í morgun að formaður bakaráðs, Lára V. Júlíusdóttir, hafi tjáð bankaráði Seðlabankans að samráð hafi verið haft við forsætisráðuneytið um ráðningu og kjör Más.
Í umræðum á þingi í gær neitaði Jóhanna Sigurðardóttir þessu og sömuleiðis þegar hún var spurð um málið að loknum ríkisstjórnarfundi.