Eldsvoði á Akureyri

Frá eldsvoðanum í Glófa við Hrísalund á Akureyri
Frá eldsvoðanum í Glófa við Hrísalund á Akureyri Ljósmynd Þórir

Þorbjörn Haraldsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, vill ekki útiloka að orsök eldsins í verksmiðju Glófa á ellfta tímanum í kvöld megi rekja til rafmagnsbilunarinnar sem varð í bænum og víðar um land fyrr í kvöld. Búið er að slökkva eldinn og verið að reykræsta húsið.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar var eldur í prjónavél í miðrými verksmiðjunnar en Glófi framleiðir meðal annars sokka og vettlinga. Talsverður eldur  og hiti var í rýminu.

Var allt lið slökkviliðsins kallað út og mildi að eldurinn breiddist ekki út á milli rýma. Rafmagnslaust var á Akureyri í kvöld líkt og stórum hluta landsins en að sögn Þorbjörns slökkviliðsstjóra var rafmagnið nýkomið á er tilkynnt var um eldinn klukkan 22:48. Hann vildi sem fyrr segir ekki útiloka að rafmagnsbilunin sé orsakavaldur eldsins, ekki síst þar sem atburðirnir gerðust um svipað leyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert