Fimm héraðsdómarar skipaðir

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ragna Árna­dótt­ir dóms­mála- og mann­rétt­indaráðherra hef­ur í dag skipað í embætti fimm héraðsdóm­ara vegna fjölg­un­ar dóm­ara  og vegna lausn­ar dóm­ara frá embætti.

Ráðherra skipaði Áslaugu Björg­vins­dótt­ur, Ásmund Helga­son og Ragn­heiði Harðardótt­ur sem skulu eiga fast sæti dóm­ara við héraðsdóm Reykja­vík­ur, Ragn­heiði Thorlacius og Sig­urð Gísla Gísla­son sem skulu eiga fast sæti við héraðsdóm Suður­lands og Jón Hösk­ulds­son sem skal eiga fast sæti við héraðsdóm Reykja­ness, öll frá og með 15. maí nk. Þá hef­ur ráðherra jafn­framt sett Ingiríði Lúðvíks­dótt­ur í embætti héraðsdóm­ara við héraðsdóm Reykja­vík­ur, frá og með 15. maí nk. til og með 31. ág­úst 2012 í leyfi skipaðs dóm­ara. Dóm­nefnd sem fjall­ar um hæfni héraðsdóm­ara mat þessa um­sækj­end­ur hæf­asta.  

Um­sókn­ar­frest­ur um öll embætt­in rann út þann 25. fe­brú­ar síðastliðinn og sóttu alls 37 um of­an­greind sex embætti auk þess sem þrett­án um­sókn­ir bár­ust um setn­ingu við héraðsdóm Reykja­vík­ur vegna leyf­is skipaðs dóm­ara. Í lög­um nr. 147/​200 er kveðið á um að heim­ilt sé að fjölga héraðsdómur­um tíma­bundið um fimm, úr 38 í 43. Gert er ráð fyr­ir að dóm­ar­ar verði 43 fram til 1. janú­ar 2013 en eft­ir þann tíma skuli ekki skipa í embætti héraðsdóm­ara sem losna fyrr en þess ger­ist þörf, þar til dóm­ar­ar í héraði verði aft­ur 38 að tölu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert