Fín aska yfir öllu

mbl.is/Kristinn

„Það er allt grá­myglu­legt. Bíl­arn­ir voru all­ir grá­ir í morg­un. Það er eins til tveggja milli­metra lag af grárri, mjög fínni ösku yfir öllu,“ seg­ir Reyn­ir Ragn­ars­son, íbúi á Vík í Mýr­dal, í sam­tali við mbl.is. Mikið ösku­fall hef­ur verið í Vík í Mýr­dal í gær­kvöldi og í nótt.

 „Þegar bíl­ar keyra um göt­urn­ar þá er al­veg mökk­ur­inn upp af þeim. Það fýk­ur upp, þessi fína aska, þegar keyrt er um,“ seg­ir Reyn­ir.

Hann seg­ir að ösku­fallið sé mjög lítið þessa stund­ina. Það versta virðist vera yf­ir­staðið.

Reyn­ir seg­ist hafa fyllt tveggja lítra box af ösku, sem hann sópaði af lok­inu á heita pott­in­um sín­um. Ösku­lagið hafi ekki virst vera þykkt, en „þegar maður sópaði því sam­an þá er það í svona tveggja lítra box.“

Hann kveðst ekki hafa heyrt af fólki kvarta und­an óþæg­ind­um vegna ösk­unn­ar. Þeir sem séu á ferli séu bæði með ryk­grím­ur og hlífðargler­augu. Um­hverf­is­stofn­un seg­ir að mæl­ing­ar á svifryki hafi sýnt tals­verða hækk­un í gær­kvöldi. Sól­ar­hringsmeðaltal gær­dags­ins hafi verið langt yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um.

Aðspurður seg­ir hann hljóðið í bæj­ar­bú­um vera ágætt. Það séu hins veg­ar farn­ar að heyr­ast áhyggjuradd­ir ef þetta haldi áfram í sum­ar. Þá verði bæði bú- og heyskap­ur erfiður. Verði þetta ekki meira, og ef það rigni, þá séu horf­urn­ar ekki svo slæm­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert