Flug liggur niðri í Færeyjum í dag vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli. Dönsk flugmálayfirvöld segja að flug muni liggja niðri fram yfir miðnætti. Flugfélagið Atlantic Airways vonast til að hægt verði að fljúga á ný eftir klukkan sjö í kvöld. Það muni koma í ljós síðar í dag.