Hefur frest til hádegis

Sérstakur saksóknari handtók Hreiðar Már Sigurðsson í gær.
Sérstakur saksóknari handtók Hreiðar Már Sigurðsson í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur frest til hádegis í dag til að ákveða hvort Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings, verði úskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald, líkt og sérstakur saksóknari hefur farið fram á á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru í gær handteknir vegna rannsóknar á fjölda afbrota. Skýrslutökur yfir Hreiðari og Magnúsi stóðu fram á kvöld og lauk raunar ekki fyrr en á ellefta tímanum.

Hreiðar Már var vistaður í fangaklefa lögreglu höfuðborgarsvæðisins við Hverfisgötu. Aftur var tekin skýrsla af honum í gærkvöldi en ekki fékkst uppgefið hvort Hreiðar hefði sjálfur óskað eftir því að gefa skýrslu. Ólafur kvað handtöku Hreiðars Más tengjast rannsókn á skjalafalsi, auðgunarbrotum, brotum gegn lögum um verðbréfaviðskipti – meðal annars markaðsmisnotkun – og brotum gegn hlutafélagalögum. Ekki hefði verið ráðist í húsleitir vegna rannsóknarinnar í gær. 

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, (til vinstri) leiddur …
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, (til vinstri) leiddur frá skrifstofu sérstaks saksóknara. Morgunblaðið/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert