Innköllun erfið vegna skuldastöðu

Aðeins eru um 20% þorskkvótans óveidd.
Aðeins eru um 20% þorskkvótans óveidd. mbl.is/Brynjar Gauti

Skýrsla sem Háskólinn á Akureyri vann fyrir starfshóp sem vinnur að endurskoðun á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar hefur verið kynnt í hópnum. „Skuldastaða sjávarútvegsins almennt býður ekki upp á það að veiðiheimildir séu innkallaðar og þeim endurúthlutað gegn gjaldi,“ sagði Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður starfshópsins, í samtali við Fiskifréttir um niðurstöður skýrslunnar.

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður starfshópsins, sagði í gær að hann myndi ekki ræða einstök atriði skýrslunnar meðan hún væri til meðferðar í starfshópnum.

Spurður um skuldastöðu sjávarútvegs og túlkun Björns Vals á niðurstöðum skýrslunnar sagði Guðbjartur: „Þessi skýrsla svarar þessu ekki svona afdráttarlaust. Fyrir liggur að skuldastaða sjávarútvegs er hræðileg og það hefur legið fyrir lengi. Það breytir ekki þeim hugmyndum sem við höfum um grundvallarbreytingar og staðfestir kannski enn frekar hversu mikilvægar þær eru.“

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert