Magnús leystur frá störfum

Magnús Guðmundsson var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald
Magnús Guðmundsson var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magnús Guðmunds­son hef­ur verið leyst­ur frá störf­um sem banka­stjóri Havil­l­and banka í Lúx­em­borg. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá bank­an­um. Magnús var fyrr í dag úr­sk­urðaður í sjö daga gæslu­v­arðhald vegna rann­sókn­ar sér­staks sak­sókn­ara á mál­um tengd­um Kaupþingi.

Í til­kynn­ingu Havil­l­and bank­ans kem­ur fram að Jon­ath­an Row­land taki við starfi for­stjóra bank­ans.

Líkt og fram hef­ur komið í dag þá var Magnús úr­sk­urðaður í viku­langt gæslu­v­arðhald í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Er hann kom­inn í ein­angr­un á Litla-Hrauni ásamt fyrr­um yf­ir­manni sín­um, Hreiðari Má Sig­urðssyni. Hafa lög­fræðing­ar þeirra kært úr­sk­urðinn til Hæsta­rétt­ar en ekki ligg­ur fyr­ir niðurstaða Hæsta­rétt­ar. 

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings, hef­ur ekki svarað kalli sér­staks sak­sókn­ara um að flýta komu sinni til lands­ins vegna fyr­ir­hugaðrar yf­ir­heyrslu. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Stöðvar 2. Þar kom fram að eng­ar upp­lýs­ing­ar fá­ist um hvenær Sig­urður sé vænt­an­leg­ur til lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka