Óvíst með flug á morgun

Eldgosið í Eyjafjallajökli
Eldgosið í Eyjafjallajökli mbl.is/Árni Sæberg

Icelanda­ir gera breyt­ing­ar á flugi síðdeg­is á morg­un vegna óvissu um hvort Kefla­vík­ur­flug­völl­ur verður op­inn fyr­ir flug­um­ferð á þeim tíma. Flug til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli í fyrra­málið er óbreytt og sam­kvæmt áætl­un. Fram á laug­ar­dags­kvöld eru einkum lík­ur á ösku­falli til aust­urs og suðaust­urs frá eld­stöðinni í Eyja­fjalla­jökli.


Helstu breyt­ing­ar á áætl­un­um Icelanda­ir eru eft­ir­far­andi:

Tveim­ur síðdeg­is­flug­um, flug FI 216/​217 til/​frá Kaup­manna­hafn­ar og FI 454/​455 til/​frá London hef­ur verið af­lýst.

Flugi frá Kaup­manna­höfn, Osló, Stokk­hólmi, London, Amster­dam og Manchester/​Glasgow til Íslands sem átti að koma til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar á bil­inu kl. 15 til 16 síðdeg­is á morg­un verður beint til Glasgow. Nýtt flug frá Glasgow til Ak­ur­eyr­ar fyr­ir þá farþega sem  eru á leið til Íslands frá þess­um borg­um síðdeg­is verður sett upp og er koma þess til Ak­ur­eyr­ar áætluð kl. 18:30.

Flug síðdeg­is á morg­un til Bost­on, New York og Seattle verður frá Glasgow í stað Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Nýtt flug, milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Glasgow verður sett upp, klukk­an 10.00 í fyrra­málið  fyr­ir þá sem eru á leið til Banda­ríkj­anna og því er í raun brott­för flugs­ins vest­ur um haf flýtt um u.þ.b. fimm klukku­stund­ir vegna óviss­unn­ar.

„Staðan er óljós, en tölu­verðar lík­ur eru á að Kefla­vík­ur­flug­völl­ur verði lokaður á þess­um tíma síðdeg­is á morg­un. Því telj­um við rétt að til­kynna breyt­ing­una með þess­um fyr­ir­vara, því það er farþegum mik­il­vægt að geta gert viðeig­andi ráðstaf­an­ir í tíma", seg­ir Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, í frétta­til­kynn­ingu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert