Samráð haft við forsætisráðuneytið

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. Júlíus Sigurjónsson

Formaður bankaráðs Seðlabankans sagði ráðinu að tillaga um hækkun launa seðlabankastjóra umfram það sem kjararáð ákvað væri lögð fram að höfðu samráði við forsætisráðuneytið og ætti rætur að rekja til viðræðna við Má Guðmundsson seðlabankastjóra áður eða um það leyti sem hann var ráðinn til starfa af forsætisráðherra.

Þetta segir Ragnar Árnason, fulltrúi í bankaráði Seðlabanka Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi í gær að hún hefði aldrei gefið neitt loforð um launakjör seðlabankastjóra.

Ragnar segir að Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðsins, hafi lagt tillöguna um launahækkun seðlabankastjóra fram fyrir þremur fundum. Hún hefði þá upplýst að hún hefði einnig rætt málið við Gylfa Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. „Sú staðreynd að málið hefur verið til umræðu á þremur fundum sýnir tregðu fulltrúa í bankaráðinu til að fallast á þessa tillögu og ég og að minnsta kosti einn annar fulltrúi höfum frá upphafi lýst andstöðu okkar við þetta mál,“ segir Ragnar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert