Þar sem borið var niður í gær og spurst fyrir um aflabrögð á vertíðinni var viðkvæðið alls staðar hið sama: Vertíðin hefur verið gjöful, ágætt verð fæst fyrir afla og afurðir og einu vandamálin eru kvótatengd.
Á kvótamarkaði hefur lítið framboð verið undanfarið nema í ýsu og á hátt leiguverð þátt í því. Það eru helst snurvoðarbátar sem hafa leigt til sín ýsu. Líklegt er að ýsa verði notuð í tegundatilfærslu í lok vertíðar, t.d. á móti karfa.
Minna hefur verið selt á fiskmörkuðum það sem af er þessu ári en í fyrra, meginástæða þess eru minni kvótar. Verðið á mörkuðunum hefur hins vegar verið talsvert hærra en í fyrra. Maímánuður hefur byrjað ágætlega á mörkuðunum og í næstu viku hefjast strandveiðarnar. Í gær höfðu Fiskistofu borist 437 umsóknir um leyfi til strandveiða.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.