Víðtæk rafmagnsbilun á landinu

Rafmagnsmöstur á Hellisheiði
Rafmagnsmöstur á Hellisheiði mbl.is/RAX

Rafmagnslaust og truflanir eru víða á landinu og hafa verið um stund.  Ástæða þess er truflun sem varð og hafði keðjuverkandi áhrif á stóran hluta dreifikerfis.  Skv. upplýsingum frá Landsnet eru megin truflanir frá Brennimel í Hvalfirði vestur og norður fyrir land og að Höfn í Hornafirði.  Einhverjar truflanir hafa orðið víðar.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri hefur allur bærinn verið rafmagnslaus frá því um klukkan 21 í kvöld. Kvikmyndasýningar stöðvuðust báðum kvikmyndahúsum bæjarins og þar situr
fólk enn og bíður átekta. Svipaðar fréttir heyrast frá Sauðárkróki þar sem rafmagnslaust hefur verið með öllu síðan rétt fyrir kl. 21. Landsnet er að vinna í málinu en ekki liggur fyrir hvenær rafmagni verður komið á aftur. 

Fyrr í kvöld, eða um kl. 19:30 olli bilun því að Fjarðaál keyrði hratt niður í afli, sem leiddi til þess að spennar í Fljótsdalsstöð fóru út og álverið fór í eyjarekstur með Kárahnjúkavirkjun. Í framhaldi rofnaði byggðalínuhringurinn á tveim stöðum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka