Yfir 100 starfsmenn Arion tóku þátt í hreinsun

Fjölmargir komu að hreinsun undir Eyjafjöllum í gær.
Fjölmargir komu að hreinsun undir Eyjafjöllum í gær. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

103 starfsmenn Arion banka hjálpuðu til við hreinsunarstörf á Skógum, Þorvaldseyri, Rauðafelli, Raufarfelli og við Seljavallalaug undir Eyjafjöllum í gær. Arion banki stóð fyrir ferðinni á gossvæðið og lagði til rútur og mat fyrir starfsmenn sína auk þess að gefa Rauða krossinum verkfæri til hreinsunarstarfsins.

Á annað hundrað starfsfólk bankans skráði sig sem liðsaukar hjá Rauða krossinum síðasta vetur, að því er fram kemur á vef Arion banka. Liðsaukar gegna því starfi að vera viðbúnir ef Rauði krossinn þarf á sjálfboðaliðum að halda. Það var því sjálfsagt mál hjá bankanum að liðka til fyrir starfsmenn svo þeir gætu farið og gegnt sjálfboðaliðastörfum. Bankinn leggur mikið upp úr samfélagslegri ábyrgð sinni og telur þetta lið í því verki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert