Fjölmiðlakonur vilja aukaaðalfund í BÍ

Frá aðalfundi BÍ þar sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hvarf úr …
Frá aðalfundi BÍ þar sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hvarf úr stóli formanns og við tók Hjálmar Jónsson. Kristinn Ingvarsson

Aðal­fund­ur Fé­lags fjöl­miðlakvenna var hald­inn í gær og í álykt­un eru átök í stjórn Blaðamanna­fé­lags Íslands hörmuð, þar sem þrjár „þunga­vigt­ar­kon­ur“ í blaðamennsku hafi horfið úr stjórn. Í þeirra stað hafi verið val­in „nærri hrein karla­stjórn“. Krefst fé­lagið þess að boðað verði til aukaaðal­fund­ar BÍ.

Álykt­un Fé­lags fjöl­miðlakvenna er eft­ir­far­andi:

„Fé­lag fjöl­miðlakvenna harm­ar átök í stjórn Blaðamanna­fé­lagi Íslands sem leiddu til þess að þrjár þunga­vigt­ar­kon­ur í blaðamennsku hurfu úr stjórn­inni. Í þeirra stað var val­in nærri hrein karla­stjórn. Svipuð staða er í nefnd­um BÍ, þar sem kon­ur sitja á vara­manna­bekk. Staðan í fé­lag­inu er óþægi­leg og með öllu óviðun­andi fyr­ir stétt­ina.

Allt frá hruni hef­ur verið gengið harka­lega fram gegn kon­um á fjöl­miðlum. Fjöl­miðlakon­ur hafa misst vinn­una í stór­um stíl eða hrökklast úr starfi.

Fé­lag fjöl­miðlakvenna hafn­ar því að karl­ar ráði ein­ir ferðinni í Blaðamanna­fé­lagi Íslands og skor­ar á stjórn BÍ að boða til aukaaðal­fund­ar hið fyrsta. Jafn­framt hvet­ur fé­lagið kon­ur til að bjóða sig fram til for­mennsku og al­mennr­ar stjórn­ar­setu í BÍ.

Í dag eru fjöl­miðlakon­ur nær áhrifa­laus­ar jafnt meðal eig­enda fjöl­miðla, rit­stjórna og í eig­in fag- og stétt­ar­fé­lagi. Við það verður ekki unað árið 2010."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert