Fjórðungur íbúa farinn úr Vík

Björgunarsveitarmenn frá Hafnarfirði og Eyrarbakka spúluðu skólaplanið í Vík í …
Björgunarsveitarmenn frá Hafnarfirði og Eyrarbakka spúluðu skólaplanið í Vík í dag. Ljósmynd/Jónas Erlendsson

Nærri fjórðungur íbúa í Vík í Mýrdal hefur yfirgefið þorpið yfir helgina, enda mikið öskufall þar og í sveitinni í Mýrdal. Að sögn Vagns Kristjánssonar hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur 81 íbúi skráð sig að heiman, fyrir daginn í dag.

Vagn tekur þó skýrt fram að lögreglan sé með liðsauka á staðnum og hafi aukið löggæslu á svæðinu á meðan fólk er í burtu.

Nú um kaffileytið var nokkuð bjart yfir í Vík, en þar var öskufall fyrr í dag. Þar er hins vegar talsverk öskufok og mistur. Hins vegar er talsvert öskufall og dimmt yfir hinum megin við fjallið, í Mýrdalnum sjálfum.

Stefnt er að því að opna hjálparmiðstöð í félagsheimilinu Leikskála í kvöld eða á morgun, og verður hún undir stjórn ríkislögreglustjóra, en einnig mun sveitarfélagið, björgunarsveitin og Rauði krossinn veita þjónustu þar.

Í dag var unnið að því að bleyta götur og spúla öskuna burt. Hins vegar féll meiri aska eftir það og samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Víkverja var hún aftur farin að fjúka fram og til baka seinni partinn inn í bænum.

Samkvæmt nýrri stöðuskýrslu um gosið, frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun, liggur gosmökkurinn nú í suðaustur frá Eyjafjallajökli í um fimm kílómetra hæð og er ljósgrár sem fyrr.

Enn er kröftugt sprengigos í gangi og klepragígur heldur áfram að hlaðast upp á toppi jökulsins og nálgast brún ísketilsins.  Gjóskufall nálægt gíg hefur minnkað töluvert síðan 6. maí. Hraunrennsli niður Gígjökul er í lágmarki og hefur tungan ekki hreyfst undanfarna daga. Gufuvirkni við hrauntauminn er nánast engin. Lítil hraunrás kemur
fram á hitamyndavél ofarlega í hrauntröðinni. Gosórói hefur lítið breyst frá því í gær, en dregið hefur úr jarðskjálfta virkni.

Á heildina litið er kröftugt sprengigos í gangi. Lítið sem ekkert hraunrennsli er niður Gígjökul og gufuvirkni þar í lágmarki. Dregið hefur úr sprengivirkni og gosið líkist nú því sem var fyrir aukninguna að kvöldi 5. maí og 6. maí. Enn má búast við gjóskufalli í nærsveitum en ekkert í líkindum við það sem var fyrstu daga gossins.

Vigfús Hróbjartsson og Páll Tómasson frá slökkviliðinu í Vík komu …
Vigfús Hróbjartsson og Páll Tómasson frá slökkviliðinu í Vík komu og færðu fréttaritara Morgunblaðsins í Fagradal einn kassa af vatni, kassa af grímum og hlífðargleraugu í fjárhúsin í dag. Slökkviliðið fór á alla bæi í hreppnum. Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Gosmökkurinn eins og hann leit út í gærkvöldi, séður úr …
Gosmökkurinn eins og hann leit út í gærkvöldi, séður úr Fljótshlíð. mbl.is/Helgi Bjarnason
Sérútbúnir bílar unnu að hreinsun gatna og gangstétta í Vík …
Sérútbúnir bílar unnu að hreinsun gatna og gangstétta í Vík í dag. Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Gosmökkurinn yfir Mýrdalnum í dag.
Gosmökkurinn yfir Mýrdalnum í dag. Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Fuglarnir gefast ekki upp í lífsbaráttunni fyrr en í fulla …
Fuglarnir gefast ekki upp í lífsbaráttunni fyrr en í fulla hnefana. Tjaldurinn heldur sínu striki og verpir þrátt fyrir öskufallið. Ljósmynd/Jónas Erlendson
Gosmökkurinn og Gígjökull sjást hér saman. Myndin er tekin í …
Gosmökkurinn og Gígjökull sjást hér saman. Myndin er tekin í gærkvöldi. mbl.is/Helgi Bjarnason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka