Röð truflana olli rafmagnsleysi

„Raf­magnstrufl­un­ina má rekja til röð trufl­ana. Þannig var eng­in ein ástæða sem olli þessu,“ seg­ir Þór­hall­ur I. Hrafns­son, sér­fræðing­ur hjá Landsneti, um þær víðtæku raf­magnstrufl­an­ir sem upp komu víða um land í gær­kvöldi. 

Aðspurður seg­ir hann fyrsta lið trufl­ana hafa komið upp í stöð sem nefn­ist Brenni­mel­ur og staðsett er í Hval­f­irði þar sem varð yfi­r­álag á búnaði Landsnets með keðju­verk­andi áhrif­um sem olli spennu­falli sem síðan breidd­ist út um landið.

Að sögn Þór­halls hafa enn sem komið er ekki borist nein­ar frétt­ir af tjóni vegna raf­magn­leys­is­ins annað en hugs­an­legt fram­leiðslutap hjá aflþynnu­verk­smiðju Becrom­al á Krossa­nesi á Ak­ur­eyri. Þór­hall­ur tek­ur fram að ekk­ert tjón hafi orðið á búnaði Landsnets.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert