Sendiráð Rússneska sambandsríkisins á Íslandi efndi í morgun til minningarathafnar við minnismerkið Vonin í Fossvogskirkjugarði til þess að minnast þeirra sem fórnuðu lífi sínu í baráttu gegn nasismanum í seinni heimstyrjöldinni. Einkum var verið að minnast þátttakenda í skipalestum bandamanna.
Andrey Tsyganov, sendiherra Rússlands á Íslandi, ásamt öðrum sendiherrum erlendra ríkja lagði blómsveig að minnismerkinu.