Sektað 267 sinnum vegna strandveiða á síðasta ári

Afla landað á Arnarstapa.
Afla landað á Arnarstapa. Heiðar Kristjánsson

Fiskistofa hefur lokið álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla íslenskra skipa á síðasta fiskveiðiári og er innheimtu nánast lokið. 267 tilvik eru vegna strandveiða sem voru í fyrsta skipti leyfðar í fyrra og nam upphæð álagningarinnar 9,9 milljónum króna.

Í hverri veiðiferð á strandveiðum mátti að hámarki veiða 800 kg af kvótabundnum tegundum og var lagt gjald á afla sem var umfram 800 kg í veiðiferð. Þetta skýrir þann fjölda álagninga sem var á strandveiðibáta. Hæsta einstaka álagning hjá strandveiðibát var 390 þúsund krónur.

Skip í aflamarkskerfunum sem veiddu umfram aflaheimildir voru 68 og heildarupphæð álagninga var tæpar 27 milljónir. Hæsta einstaka álagning hjá aflamarksbát var 3,2 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert