Sigurður Einarsson verður yfirheyrður

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, utan …
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, utan við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu, skömmu fyrir bankahrun. mbl.is/Brynjar Gauti

Til stendur, samkvæmt heimildum, að yfirheyra Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á efnahagsbrotum innan bankans og handtöku tveggja fyrrverandi stjórnenda hans.

Sigurður var starfandi stjórnarformaður var því mun meira viðriðinn daglegan rekstur bankans og ákvarðanir heldur en hefðbundir stjórnarformenn í fyrirtækjum eru.

Stefnt er að því að yfirheyra fjölda manns um helgina. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi lítið tjá sig um fyrirætlanir sínar með rannsóknina í kvöld og á morgun, þegar tal náðist af honum nú undir kvöld.

Hann segir að stöðugt sé unnið að rannsókninni, en lítið þýði að tala um það hverja sé fyrirhugað að yfirheyra. Það geti allt breyst á einu augabragði, eftir því hvað komi fram í yfirheyrslum.

Í dag hafa fimmtán manns unnið að rannsókn þessa eina máls hjá embætti Ólafs Þórs. Sterk krafa er gerð um framgang í rannsókn mála á meðan grunaðir menn eru í gæsluvarðhaldi og virðist því allt kapp lagt á að hraða rannsókninni á meðan svo er.

Ekki hafa verið framkvæmdar neinar fleiri handtökur í tengslum við rannsókn málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert