Sigurður Einarsson verður yfirheyrður

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, utan …
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, utan við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu, skömmu fyrir bankahrun. mbl.is/Brynjar Gauti

Til stend­ur, sam­kvæmt heim­ild­um, að yf­ir­heyra Sig­urð Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formann Kaupþings, í tengsl­um við rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara á efna­hags­brot­um inn­an bank­ans og hand­töku tveggja fyrr­ver­andi stjórn­enda hans.

Sig­urður var starf­andi stjórn­ar­formaður var því mun meira viðriðinn dag­leg­an rekst­ur bank­ans og ákv­arðanir held­ur en hefðbund­ir stjórn­ar­for­menn í fyr­ir­tækj­um eru.

Stefnt er að því að yf­ir­heyra fjölda manns um helg­ina. Ólaf­ur Þór Hauks­son, sér­stak­ur sak­sókn­ari, vildi lítið tjá sig um fyr­ir­ætlan­ir sín­ar með rann­sókn­ina í kvöld og á morg­un, þegar tal náðist af hon­um nú und­ir kvöld.

Hann seg­ir að stöðugt sé unnið að rann­sókn­inni, en lítið þýði að tala um það hverja sé fyr­ir­hugað að yf­ir­heyra. Það geti allt breyst á einu auga­bragði, eft­ir því hvað komi fram í yf­ir­heyrsl­um.

Í dag hafa fimmtán manns unnið að rann­sókn þessa eina máls hjá embætti Ólafs Þórs. Sterk krafa er gerð um fram­gang í rann­sókn mála á meðan grunaðir menn eru í gæslu­v­arðhaldi og virðist því allt kapp lagt á að hraða rann­sókn­inni á meðan svo er.

Ekki hafa verið fram­kvæmd­ar nein­ar fleiri hand­tök­ur í tengsl­um við rann­sókn máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert