Skjálftahrina við Eldey

Stærsti skjálftinn mældist rúm 3 stig í gærkvöldi.
Stærsti skjálftinn mældist rúm 3 stig í gærkvöldi.

Nokkr­ir jarðskjálftakipp­ir hafa mælst við Eld­ey og Geir­fugla­sker suðvest­ur af Reykja­nesskaga frá í gær­kvöldi. Hrin­an hófst með jarðskjálfta upp á 3,1 stig um tíu­leytið í gær­kvöldi.

Síðan þá hafa mælst nokkr­ir skjálfta á svipuðum slóðum, á bil­inu 1,6-2,7 stig. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu er um al­vana­legt skjálfta­svæði að ræða sem menn þar á bæ kippa sér ekki upp við, enn sem komið er.

Lít­il skjálfta­virkni hef­ur verið á gosstöðvun­um í Eyja­fjalla­jökli og gosið mall­ar áfram, eins og það er orðað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka