„Við verðum að hafa það í huga að frelsissvipting er ekkert gamanmál. Það þarf talsvert til þess að dómari samþykki frelsissviptingu áður en genginn er dómur. Þegar rannsóknaraðili biður um gæsluvarðhald þarf hann að færa sterk rök fyrir beiðninni.“
Þetta segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um þá ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að úrskurða Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, forstjóra Banque Havilland, í gæsluvarðhald. Hafa sakborningarnir kært úrskurðinn til Hæstaréttar.
Ólafur var spurður hvort Hreiðar Már og Magnús væru samvinnuþýðir og leituðust við að upplýsa málið. Hann vildi ekki svara því beint en sagði: „Ef menn eru samvinnuþýðir taka yfirheyrslur yfirleitt ekki mjög langan tíma.“
Sjá nánar ítarlega umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.