Skjálftahrinan á Reykjaneshrygg, við Eldey og Geirfuglasker, sem hófst á föstudagskvöld virðist halda áfram. Upp úr kl. 6 í kvöld mældist einn skjálfti upp á nærri 2,9 stig, skammt vestsuðvestur af Eldeyjarboða, en hann hefur ekki verið yfirfarinn af Veðurstofunni.
Tveir skjálftar á þessu svæði hafa mælst um 3 stig um helgina og nokkrir á bilinu 1-2 stig. Jarðskjálftar á þessum slóðum eru alvanalegir.