Gosdrunur norður í land

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur verið af svipuðum styrk og magni …
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur verið af svipuðum styrk og magni síðustu sólarhringa. mbl.is/Helgi Bjarnason

Gosórói er áfram stöðugur í Eyja­fjalla­jökli og hef­ur verið svipaður síðustu þrjá sól­ar­hringja, sam­kvæmt nýrri stöðuskýrslu Veður­stof­unn­ar og Jarðvís­inda­stofn­un­ar HÍ. Miðað við síðustu sjö daga fer fram­leiðsla gos­efna dvín­andi.

Gos­virkn­in er sögð ganga í bylgj­um og bú­ast má við áfram­hald­andi sveifl­um í virkni. Vís­inda­menn telja sem fyrr ekk­ert benda til þess að gos­inu sé að ljúka. Gos­mökk­ur­inn er að jafnaði í 4-5 km hæð, sam­kvæmt veðurrat­sjá, en fer þó stund­um upp í 6 km hæð. Stefn­ir mökk­ur­inn til suðaust­urs en vindátt­ir eru þó breyti­leg­ar við yf­ir­borð og aust­læg­ar.

Gjósku­fall er nú vest­ar en áður, var á Skóg­um í morg­un og hófst á Þor­valds­eyri um kl. 8. Að sögn ábú­enda þar fær­ist gjósku­fallið vest­ar og ask­an er sögð svört.

Drun­ur norður í Húna­vatns­sýsl­ur 

Eld­ing­ar hafa ekki mælst síðasta sól­ar­hring­inn en gos­drun­ur frá gos­inu hafa heyrst í Vatns­dal í A-Húna­vatns­sýslu, í nærri 200 km fjar­lægð, og einnig í Borg­ar­f­irði og Vest­manna­eyj­um. Til viðbót­ar við þessa skýrslu hef­ur mbl.is fengið ábend­ing­ar frá fólki í Döl­un­um sem seg­ist hafa heyrt drun­ur frá gos­inu.

Sjö jarðskjálft­ar, á bil­inu 1,5- 2 stig, hafa mælst við gosstöðvarn­ar síðasta sól­ar­hring­inn. Dæg­ur­sveifl­ur eru í vatns­vatni og hita en eng­ir flóðtapp­ar mynd­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert