Gosdrunurnar heyrast til Eyja

Gosmökkurinn eins og hann leit út í fyrradag, séður úr …
Gosmökkurinn eins og hann leit út í fyrradag, séður úr Fljótshlíð. mbl.is/Helgi Bjarnason

Nóttin var mjög róleg hjá lögregluembættum víðast hvar um landið. Engin meiriháttar mál komu upp í tengslum við skemmtana- og næturlíf Frónbúa og fór það yfirleitt vel fram. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 25 sjúkraflutningum, sem telst nokkuð hefðbundið fyrir aðfaranótt laugardags, en ekkert brunaútkall kom.

Þegar lögreglumenn í Vestmannaeyjum héldu til vinnu snemma í morgun var mikil stilla og rólyndisveður. Að sögn varðstjóra þar töldu lögreglumenn sig heyra drunurnar frá Eyjafjallajökli alla leið til Eyja. Þar á milli er á að giska 40 kílómetra bein loftlína og því ljóst að hljóðstyrkurinn í eldkeilunni er gríðarmikill.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert