Mikil flugumferð yfir Akureyri

Mikil umferð farþegaflugvéla hefur verið í háloftunum yfir Akureyri í …
Mikil umferð farþegaflugvéla hefur verið í háloftunum yfir Akureyri í morgun. mbl.is/GSH

Mikil flugumferð hefur verið yfir Akureyri í nótt og morgun og sker fjöldi hvítra ráka eftir útblástur vélanna himininn yfir Norðurlandi.

Alþjóðleg flugumferð um íslenska loftrýmið var gríðarlega mikil í gær og þurfti að  kalla út alla tiltæka flugumferðarstjóra til að anna álaginu. Búist var við jafnmiklu eða jafnvel meira álagi í dag.

ríðarleg ásókn var í að fljúga í gegnum íslenska svæðið norðanvert, enda var öskuský frá Eyjafjallajökli í flughæð farþegaþotanna niður með vestanverðri Evrópu í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert