Aukafundur hafinn í ríkisstjórn

Jón Bjarnason við komuna á ríkisstjórnarfundinn í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötuna.
Jón Bjarnason við komuna á ríkisstjórnarfundinn í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötuna. mbl.is/Árni Sæberg

Auka­fund­ur er haf­inn hjá rík­is­stjórn­inni í ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­göt­una þar sem m.a. verður rætt um boðað frum­varp for­sæt­is­ráðherra um breyt­ing­ar á Stjórn­ar­ráðinu,  fækk­un ráðuneyta og breytta verka­skipt­ingu. Einnig verða rík­is­fjár­mál­in rædd og boðaður niður­skurður.

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði við kom­una á fund­inn að ólík­legt væri að til­lög­urn­ar yrðu af­greidd­ar á fund­in­um í kvöld en tók fram að von­andi tæk­ist það á næstu dög­um. Sagði hann um vinnufund rík­is­stjórn­ar­inn­ar að ræða þar sem farið yfir til­lög­ur um breyt­ing­ar að vera­skipt­ingu. 

Katrín Júlí­us­dótt­ir, iðnaðarráðherra, sagði að búið væri að fara yfir til­lög­urn­ar í ráðuneyt­un­um að und­an­förnu. Tók hún fram að full­trú­ar iðnaðarráðuneyt­is­ins og um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins hefðu farið sam­eig­in­lega yfir málið og þar væri full samstaða um til­lög­urn­ar. 

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, kom síðast­ur ráðherra á fund­inn og vildi ekk­ert ræða við blaðamenn um fyr­ir­liggj­andi fund­ar­efni. Tók ann fram að hann hefði eytt deg­in­um fyr­ir aust­an fjall þar sem hann ræddi við bænd­ur á gossvæðinu. 

Haft var eft­ir Stein­grími J. Sig­fús­syni fjár­málaráðherra í frétt­um RÚV að hann vildi draga úr valdi ráðherra við ráðning­ar emb­ætt­is­manna, eins og við skip­un dóm­ara. Betra sé að fag­leg val­nefnd sjái um slík­ar ráðning­ar. Sagði Stein­grím­ur skýrslu starfs­hóps for­sæt­is­ráðherra um stjórn­sýsl­una hafa verið mjög gagn­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert