Þjóðfundur um fátækt

Fjöldi fólks tekur þátt í þjóðfundinum um fátækt í dag.
Fjöldi fólks tekur þátt í þjóðfundinum um fátækt í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Baráttufundur gegn fátækt og félagslegri einangrun fer fram í dag á Grandhóteli, með þjóðfundarformi. Þar koma saman ýmsir hópar samfélagsins til að ræða þetta samfélagsmein sem fátæktin er. Yfir 30 þúsund manns eru talin lifa undir fátæktarmörkum í landinu.

Fundurinn er haldin í tilefni af Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun og er skipulagður af stýrihópi á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Meginmarkmið Evrópuársins 2010 er að vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Öll ríki Evrópusambandsins taka þátt í árinu auk Íslands og Noregs. „Fátækt er vandamál í allri Evrópu en alls lifa um 17% Evrópubúa undir lágtekjumörkum. Séu sömu viðmið notuð hér á landi er talið að um 10,2% þjóðarinnar, eða vel yfir 30.000 manns, séu undir lágtekjumörkum en um er að ræða niðurstöður úr samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins frá árinu 2008," segir í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu.

Sendiherrar Evrópuársins á Íslandi eru Grétar Þorsteinsson, fyrrverandi forseti ASÍ, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, og Nína Dögg Filippusdóttir leikkona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert