62 fasteignir seldar nauðungarsölu

Sýslumenn annast nauðungarsölur
Sýslumenn annast nauðungarsölur mbl.is/Ómar Óskarsson

Í lok apríl 2010 höfðu 62 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu, í janúar 6, febrúar 28, mars 25, apríl 3. Skráðar beiðnir um nauðungarsölu voru á sama tíma 605. Í lok apríl höfðu 114 bifreiðar verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu.

Árið 2009 voru 207 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru árið 2009 2.504.

Árið 2009 voru 441 bifreið seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. 1.068 nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru skráðar hjá embættinu árið 2009.

Í lok apríl höfðu 7.084 fjárnámsbeiðnir verið skráðar hjá embættinu á árinu, þar af 1.367 í janúar, febrúar 1.986, mars 2.007, apríl 1.724. Útburðarbeiðnir í lok apríl voru 20 talsins, samkvæmt vef sýslumannsembættisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert