Brotist inn í tólf sumarbústaði

Lögreglan á Selfossi hefur haft í nægu að snúast undanfarið.
Lögreglan á Selfossi hefur haft í nægu að snúast undanfarið.

Tólf til­kynn­ing­ar bár­ust í síðustu viku til lög­regl­unn­ar á Sel­fossi um inn­brot í sum­ar­bú­staði. Sjö inn­brot­anna voru í Grafn­ingi og önn­ur í Gríms­nesi og í Bisk­upstung­um. Fyrst og fremst voru það flat­skjá­ir og hljóm­flutn­ings­tæki sem þjóf­arn­ir höfðu á brott.

Mis­mikl­ar skemmd­ir voru á hús­un­um eft­ir þjóf­ana en í flest­um til­vik­um spenna þeir upp glugga eða hurðir. Í sum­um til­vik­um er gengið beint í að fjar­lægja tæk­in en í öðrum er rótað í skáp­um, sam­kvæmt dag­bók lög­reglu.

Maður var flutt­ur á slysa­deild Land­spít­ala síðastliðið föstu­dags­kvöld eft­ir að hann féll aft­ur fyr­ir sig við hnefa­högg sem maður veitti hon­um í Þor­láks­höfn. Maður­inn rotaðist við fallið en hann mun ekki hafa hlotið al­var­lega áverka. Málið er í rann­sókn en ekki er vitað hvað mann­in­um gekk til sem veitti höggið, sam­kvæmt dag­bók lög­regl­unn­ar á Sel­fossi.

Vænt­an­lega farið fram á nálg­un­ar­bann

Snemma á laug­ar­dags­morg­un var til­kynnt um mann sem reynt hafði að brjót­ast inn til fyrr­ver­andi eig­in­konu sinn­ar á Sel­fossi. Lög­reglu­menn fundu mann­inn skammt frá heim­ili kon­unn­ar. Hann reynd­ist mjög ölvaður og bar á sér flök­un­ar­hníf sem hann kastaði frá sér um leið og hann varð lög­regl­unn­ar var.

Maður­inn hafði um nótt­ina ít­rekað hringt í kon­una og valdið henni ónæði. Skemmd­ir voru á hurða- og gluggakarmi eft­ir mann­inn sem reynt hafði að kom­ast inn á heim­ili kon­unn­ar. Hann var hand­tek­inn og færður í fanga­geymslu og síðan yf­ir­heyrður. Lík­ur eru á að lög­reglu­stjóri fari fram á að mann­in­um verði gert að sæta nálg­un­ar­banni gagn­vart kon­unni.

Lög­reglu­menn lögðu hald á brugg­tæki sem fund­ust í hús­leit í Hvera­gerði í síðustu viku. Ekk­ert áfengi fannst en talið er að tæk­in hafi verið ný­lega kom­in í húsið. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort tæk­in hafi átt að vera þarna til geymslu eða hvort til hafi staðið að hefja brugg­un.

Brennd­ist í and­liti og á hendi

Kona brennd­ist fyrsta og ann­ars stigs bruna í and­liti og á hendi þegar hún var að bæta et­anóli á ar­inn á veit­ingastaðnum Ri­versi­de í Hót­el Sel­foss. Eld­ur blossaði upp í arn­in­um þegar hún var að bæta et­anól­inu á eldsneyt­is­hólf í arn­in­um og komst eld­ur­inn í föt kon­unn­ar.

Henni tókst að slökkva eld­inn með ís­mol­um sem voru til staðar í eld­húsi staðar­ins. Lækn­ir var á staðnum og veitti kon­unni fyrstu hjálp. Kon­an var flutti með sjúkra­bif­reið á heilsu­gæslu­stöðina á Sel­fossi þar sem gert var að sár­um henn­ar. Eld­ur­inn setti af stað úðakerfi í rým­inu og af því hlaust vatns­tjón, að því er seg­ir í dag­bók lög­reglu.

Ökumaður mótorkross­hjóls slasaðist er hann féll af hjól­inu á mal­ar­slóða við Litlu kaffi­stof­una í gær­dag. Hann slasaðist lít­ils hátt­ar í and­liti og á rófu­beini. Ástæðan fyr­ir óhapp­inu mun hafa verið sú að ökumaður­inn náði ekki beygju sem var á slóðanum og fór því útaf veg­in­um og féll niður um tíu metra háum kanti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert