Eldsneyti lækkar í verði

Olíufélögin hafa lækkað eldsneytisverð í dag og samkvæmt upplýsingum frá N1, sem hefur lækkað bensínverð um 2,90 krónur á lítrann og dísil um 2,60 krónur, skýrist lækkunin á styrkingu krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu.

Hjá N1 er algengt verð á bensíni nú 209,90 krónur lítrinn og á dísil 207,90 krónur lítrinn.

Skeljungur lækkaði eldsneytisverð um tvær krónur á lítrann í dag. Algengasta verð á bensíni er 210,80 krónur á lítrann og 208,50 á dísillítrann.

Bensín- og dísilverð er hins vegar lægst hjá Orkunni í Hraunbæ, 206 krónur lítrinn af bensíni og 203,70 krónur lítrinn af dísil.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert