Eldsneyti lækkar í verði

Olíu­fé­lög­in hafa lækkað eldsneytis­verð í dag og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá N1, sem hef­ur lækkað bens­ín­verð um 2,90 krón­ur á lítr­ann og dísil um 2,60 krón­ur, skýrist lækk­un­in á styrk­ingu krón­unn­ar gagn­vart Banda­ríkja­dal og lækk­un á heims­markaðsverði á olíu.

Hjá N1 er al­gengt verð á bens­íni nú 209,90 krón­ur lítr­inn og á dísil 207,90 krón­ur lítr­inn.

Skelj­ung­ur lækkaði eldsneytis­verð um tvær krón­ur á lítr­ann í dag. Al­geng­asta verð á bens­íni er 210,80 krón­ur á lítr­ann og 208,50 á dísil­lítr­ann.

Bens­ín- og dísil­verð er hins veg­ar lægst hjá Ork­unni í Hraun­bæ, 206 krón­ur lítr­inn af bens­íni og 203,70 krón­ur lítr­inn af dísil.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert