Flúormagn langt yfir mörkum

Flúor­magn í fjór­um gróður­sýn­um sem tek­in voru á bæj­um und­ir Eyja­fjöll­um 3. maí sl. voru allt frá því að vera frá 113 mg/​kg upp í 2.396 mg/​kg. Þetta má lesa á vef Búnaðarsam­bands Suður­lands.

Þar kem­ur fram að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Mat­væla­stofn­un sé miðað við flúorþol­mörk í fóðri hjá naut­grip­um sé um 25-30 mg/​kg og sauðfjár við 70-100 mg/​kg.

Niður­stöður úr þess­um fjór­um gróður­sýn­um eru þess vegna allt frá því að vera vel yfir þeim viðmiðun­ar­mörk­um upp í að vera langt yfir mörk­un­um.




mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert