Fréttastofa Stöðvar 2 dregur frétt til baka

Frétta­stofa Stöðvar 2 og Vís­is hef­ur ákveðið að draga til baka frétta­flutn­ing af meint­um fjár­magns­flutn­ing­um nafn­greindra manna til skatta­skjóla sem birt var í júlí 2009. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Stöðvar 2. 

Í lok júlí 2009 birti Stöð 2 og vef­miðill­inn vis­ir.is frétt þess efn­is að fjór­ir nafn­greind­ir menn, Björgólf­ur Thor Björgólfs­son, Björgólf­ur Guðmunds­son, Karl Werner­son og Magnús Þor­steins­son, hefðu látið flytja millj­arða króna úr Straumi-Burðarási fjár­fest­ing­ar­banka í er­lend skatta­skjól á sama tíma og til­kynnt var um þjóðnýt­ingu Glitn­is banka. Þá var eign­ar­halds­fé­lagið Sam­son sagt koma við sögu þess­ara meintu fjár­magns­flutn­inga.

Í leiðrétt­ingu frétta­stofu Stöðvar 2 kem­ur fram að frétta­flutn­ing­inn hafi byggt á frá­sögn heim­ild­ar­manns, en frétta­stof­an hafði ekki nein gögn und­ir hönd­um sem studdu frá­sögn heim­ilda­manns­ins.

„Frétta­stof­an tel­ur við nán­ari skoðun að heim­ild­ir fyr­ir frétt­inni hafi verið ófull­nægj­andi og rang­ar og var frétt frétta­stofu Stöðvar 2 af mál­inu því röng.
Vinnu­lag frétta­stofu var ekki í sam­ræmi við siðaregl­ur 365 miðla um mat heim­ilda og rétt aðila um­fjöll­un­ar­efn­is til að koma sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi. Þeir starfs­hætt­ir hafa verið end­ur­skoðaðir til að koma í veg fyr­ir að slíkt end­ur­taki sig,“ sagði m.a. í leiðrétt­ingu frétta­stof­unn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert