Sauðburður í Húsdýragarði

Ygla bar tveimur lömbum nú í nótt.
Ygla bar tveimur lömbum nú í nótt.

Ærin Yggla, svartbaugótt, varð fyrst áa að bera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykavík nú í nótt  þegar hún bar tveimur gimbrum, svartflekkóttri og svartri. 

Faðirinn er hrúturinn Mjölnir sem má eiga von á að enn bætist í afkvæmahópinn á næstunni.  Alls eru níu ær í garðinum og má búast við að allar séu þær lembdar. Samkvæmt tali ætti sauðburði að ljúka um það leyti sem tuttugu ára afmæli húsdýragaðsins verður fagnað, þann 19. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert