Verðmætin sjávarfangs jukust

Fagur er fiskur úr sjó og sjaldan verðmætari.
Fagur er fiskur úr sjó og sjaldan verðmætari. Árni Sæberg

Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða á síðasta ári jókst um 10,9% milli ára og nam í fyrra rúmum 200 milljörðum króna og jókst um 10,9% frá fyrra ári. Framleiðslan mæld á föstu verði dróst hins vegar saman um 7,6% svo aukninguna má rekja til lækkunar á gengi krónu gagnvart erlendri mynt.

Þessar upplýsingar koma fram í riti Hagstofunnar Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2009. Í fyrra voru fluttar voru út sjávarafurðir að verðmæti 208,6 milljarðar króna og jókst verðmæti þeirra milli ára um 21,8% en dróst saman í magni um 4%. Flutt voru út 669 þúsund tonn sjávarafurða samanborið við 697 þúsund tonn árið áður. Útflutt afurðaverðmæti allra flokka aflategunda jókst frá fyrra ári. Líkt og undanfarin ár skiluðu frystar afurðir um helmingi útflutningsverðmætis.

Af einstökum afurðum vóg verðmæti blautverkaðs saltfisks úr þorski mest, 16,4 milljarða króna. Af heildarútflutningi sjávarafurða fór 79% til Evrópska efnahagssvæðisins, 6,8% til Asíu og 4,9% til Norður-Ameríku

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert