Áætlun ríkisstjórnarinnar um sameiningu ráðuneyta getur sparað allt að 350 milljónir króna að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann segir sparnaðinn fyrst og fremst liggja því að leggja niður dýr starfsgildi eins og ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og sambærileg störf.
Einkum er rætt um að sameina Heilbrigðis- og Félagsmálaráðuneytið í Velferðarráðuneyti og loks Sjávarútvegs- landbúnaðar og iðnaðarráðuneytið í Atvinnuvegaráðuneyti.
Málið hefur verið viðkvæmt innan stjórnarheimilisins, einkum meðal Vinstri grænna sem hugnast ekki sameining, landbúnaðar- sjávarútvegs og iðnaðarráðuneytisins í eitt Atvinnuvegaráðuneyti.