Kostnaður ríkissjóðs við eldgosið í Eyjafjallajökli er áætlaður 400-600 milljónir króna. Mestur er kostnaður Bjargráðasjóðs og Viðlagatryggingu, en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir áformað að leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um Bjargráðasjóð til að hann geti annast öll þau verkefni sem honum sé ætlað að sinna vegna gossins.