AGS gerði úttekt á skattkerfinu

AGS er að vinna úttekt á íslenska skattkerfinu.
AGS er að vinna úttekt á íslenska skattkerfinu. YIORGOS KARAHALIS

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur óskað eftir því við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að hann heimili að úttekt sem sjóðurinn hefur gert á íslenska skattkerfinu verði gerð opinber.

Hópur sérfræðinga á vegum sjóðsins var hér á landi í tvær vikur og gerði ítarlega úttekt á íslenska skattkerfinu. Fjármálaráðherra gerði ríkisstjórninni grein fyrir helstu niðurstöðum hópsins á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hópurinn er að leggja lokahönd á skýrslu sem hugsuð er sem vinnugagn fyrir stjórnsýsluna. Steingrímur sagðist hafa óskað eftir heimild til að gera skýrsluna opinbera og vonandi yrði hægt að kynna skýrsluna á næstu vikum.

Steingrímur sagði að í skýrslunni væri m.a. að finna samanburð á íslenska skattkerfinu við önnur lönd og hugmyndir um breytingar sem væri gagnlegt fyrir okkur þar sem starfshópur væri að skoða skattkerfið í heild sinni og æskilega framtíðarþróun þess. Hópnum myndi einnig styðjast við gögn frá OECD.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert